NOW SHIPPING WORLDWIDE! SMALL ARTWORK AS A GIFT WITH YOUR FIRST ORDER!

VERSLUNIN ER KOMIN Í LOFTIÐ!

DIRIS - Vefverslun opener

Nú er síðan ný farin í loftið og gengur vel bara ljómandi vel en það er mun lengra ferli en ég bjóst við í upphafi að opna svona litla búð. Ég tek þetta því bara skref fyrir skref og læri auðvitað mest af því sem fer úrskeiðis og get þá breytt og bætt með ykkar hjálp svo allar ábendingar eru vel þegnar. Ég bjóst við að það væri bara nóg að skella inn myndum og texta og þá væri allt klárt enn nei það er heil mikill skóli sem ég er búin að fara í gegnum á leiðinni sem er bara mjög jákvætt.

Ég lít svolítið á síðuna sem stað þar sem ég get haldið utan um það sem ég er að gera hverju sinni. Í smá pistlum mun ég taka saman og fara yfir það sem ég hef verið að sýsla síðan ég byrjaði að gera klippimyndirnar en það var árið 2011! ...svo það er af nógu að taka. Nú eru verkin komin á þann stað sem þau eru á í dag en þau eru samt alltaf í stöðugri þróun.

Eitt sem er mjög gaman er að fá myndir þegar þið hafið fundið nýju verkunum ykkar stað á nýja heimilinu sínu svo endilega taggið @posterdiris ef þið setjið myndir á Instagram eða Facebook.

Takk fyrir að vera hér með mér og sýna þessu verkefni mínu stuðning og áhuga, ég er ótrúlega þakklát fyrir það.