NOW SHIPPING WORLDWIDE! SMALL ARTWORK AS A GIFT WITH YOUR FIRST ORDER!

Gleðilegt sumar!

Í tilefni þess að í dag er sumardagurinn fyrsti og einnig Earth Day eða dagur jarðar þá langði mig að segja frá mínu framlagi og jafnframt pínu lítla skrefi í átt að umhverfisást og endurvinnslu.

Ég hef mjög mikinn áhuga á umhverfismálum og þá sérstaklega endurnýtingu. Í fyrra setti ég mér markmið að kaupa engin föt á sjálfa mig. Markmiðið gekk vonum framar, var mjög lærdómsríkt og maður komst að því hvað maður á mikið af öllu og meira að segja bara allt of mikið! Föt sem höfðu legið inni í skáp öðluðust nýtt líf og maður fór að bera meiri virðingu fyrir því sem maður átti og ef t.d. kom gat á flík þá bara reyna að gera við það (eftir bestu getu) í stað þess að henda.

Veggspjöld - hólkar

Klippimynda prentin mín eru send í ofsalega fallegum svörtum hólkum og ég vona svo sannarlega að menn geti nýtt hólkana til góðra nota en ef ekki þá býð ég lítið eftirprent að eigin vali í stærð A5 að gjöf fyrir hvern þann hólk sem er skilað til mín.  Þar sem ég er sjálf utan af landi þá er allt svona frekar óréttlátt fyrir landsbyggðina þar sem menn vilja kannski ekki borga flutning undir tóman pappahólk en það væri þá bara hægt að koma hólknum til mín í næstu ferð í bæinn. 

Njótið dagsins!